Einu sinni segðu já!

Þú giftir þig bara einu sinni (vonandi!) og þá þarf ALLT að vera fullkomið. Við í Matarkompaní gerum auðvitað ALLT fyrir ástina og göldrum það ferskasta og bragðbesta sem við eigum til upp úr hattinum til að gera daginn ykkar að einstökum viðburði. Í sameiningu sköpum við epískan matseðil, sækjum bæði í móderníska strauma og aldagamlar hefðir, til að búa til matarupplifun sem seint gleymist og er sérsniðin að karakter brúðhjónanna. Þetta er ykkar veisla og þið ráðið hvernig þið hafið hana!

Diska-service

Hérna erum við með þrjár útgáfur af matseðlum sem hægt er að velja á milli. Svo er auðvitað hægt að uppfylla óskir ykkar ef það er eitthvað annað sem þið sjáið fyrir ykkur.

Réttir eru bornir á borð á diskum. Þjónar eru ekki inni í verðinu.

Forréttir

Heimareyktur lax með piparrótarkremi, sítrónuklettasalati og bjórbrauði.

Grafið lamb í villikryddi með jarðskokkum, brúnuðum blómkálsskífum, bláberjum og bláberjageli.

Aðalréttir

Grillað lambafíle (m/fitu) í timjanhvítlauksmarineringu ásamt kartöfluköku (Pomme Anne), bökuðu rótargrænmeti og villikryddssoðgljáa.

Grilluð nautalund í rósmarínhvítlauksmarineringu ásamt kartöfluköku (Pomme Anne), bökuðu rótargrænmeti og villikryddssoðgljáa.

Sous vide-eldaður lax, brenndur með blóðbergsolíu ásamt íslenskri sölsmjörsósu, reyktu sýrðu epli, jarðskokkamauki og jarðskokkaflögum.

Eftirréttir

Crème brûlée með stökkri karamellu og ferskum berjum.

Frönsk súkkulaðikaka með léttþeyttum vanillurjóma og berjacouli.

Skyrkaka með kanilkexi, vanillu, berjageli og berjacouli.

Hlaðborðsseðill

Hlaðborð er sett upp af kokki frá okkur sem sér einnig um áfyllingar og skurð á kjöti.

Forréttahlaðborð 1

 • Grafið lamb með bláberjapúrtvínssósu.
 • Heimagrafinn lax með graflaxsósu.
 • Tómatmozzarellasalat með ferskri basilíku.
 • Sýrðar rauðrófur með geitaosti.
 • Sætkartöflusalat með hunangsristuðum möndlum og fersku dilli.

Forréttahlaðborð 2

Bökuð blómkálssúpa með hvítsúkkulaði-crumble, villisveppasúpa með trufflu eða tómatbeikonsúpa.

Aðalréttur

Veljið tvo rétti. Meðlæti fylgir með.

 • Hægelduð nautalund með íslenskum kryddum.
 • Hægeldað lambafíle með kryddhjúp.
 • Hunangsgljáð kalkúnabringa með rósmarínappelsínugljáa.
 • Sous vide-eldaður grísahnakki með chili-pipar og rósmaríni.

Meðlæti – heitt

 • Steikt kartöflusmælki í timjanhvítlauksmarineringu.
 • Sætar kartöflur með dilli, rósmaríni og chili-pipar.
 • Íslenskt rótargrænmeti í kryddpestói.
 • Heimasýrt rauðkál.

Meðlæti – kalt

 • Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti.
 • Hunangsinneps-vinaigrette.
 • Ítalskt kryddbrauð.
 • Heimagert pestó.
 • Smjör.

Eftirréttir

 • Grafið lamb með bláberjapúrtvínssósu.
 • Heimagrafinn lax með graflaxsósu.
 • Tómatmozzarellasalat með ferskri basilíku.
 • Sýrðar rauðrófur með geitaosti.
 • Sætkartöflusalat með hunangsristuðum möndlum og fersku dilli.

Grillpakkar

Kokkur frá Matarkompaní mætir með grill og grillar á staðnum.

Grillpakki 1

Sous vide-eldað lambalæri sem er klárað á grillinu.
Heimalagað kartöflusalat.
Graslauksgrillsósa.
Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti.

Grillpakki 2

Sous vide-elduð kalkúnabringa með hunangsrósmaríni sem er kláruð á grillinu.
Heimagert kartöflusalat.
Sinneps- og fáfnisgrassgrillsósa.
Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti.

Grillpakki 3

Sous vide-eldaður grísahnakki sem er kláraður á grillinu.
Heimagert kartöflusalat.
Hvítlauksgrillsósa.
Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti.

Grillpakki 4

Sous vide-elduð nautalund með hvítlaukstimjan sem er kláruð á grillinu.
Heimagert kartöflusalat.
Pipargrillsósa.
Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti.

Ræðum saman!

Heyrðu í okkur ef þú ert með pælingar eða séróskir og við töfrum fram hina fullkomnu veislu saman.

Diskar eða hlaðborð

Við bjóðum bæði upp á diskaþjónustu til borðs og standandi eða sitjandi hlaðborð eftir því hvernig stemningu sóst er eftir. 

Pantaðu með 2 daga fyrirvara

Panta þarf veislur með a.m.k. tveggja daga fyrirvara en betra að bóka fyrr svo dagsetningin sé örugglega laus.

Hægt að dreifa greiðslum á fermingarmatseðlum með Netgíró
Hægt að dreifa greiðslum á fermingarmatseðlum með Netgíró