Persónuverndarstefna

Okkur hjá Matarkompaní er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem við meðhöndlum.
Við greinum í hvaða tilgangi við notum persónuupplýsingar og hvernig við förum með þau gögn.
Við leggjum mikla áherslu á að að viðskiptavinir séu vel upplýstir um hvernig Matarkompaní safnar og vinnur með Persónuupplýsingar.
Matarkompaní fer samkvæmt þessari stefnu, gildandi lögum um persónuvernd og persónuupplýsingar. Þessi stefna á við um alla vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi Matarkompaní.

Matarkompaní ehf. Kt.610218-0910, hlíðasmára 8, 201 kópavogi, er ábyrgðar aðili á þeim persónuupplýsingum sem fyrirtækið hefur aflað eða hefur verið veitt fyrirtækinu.
Hægt er að óska eftir meðferð persónuupplýsinga í gegnum netfangið info@matarkompani.is.

Matarkompaní safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína einkum og sér í lagi til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi. Markmiðið með upplýsingasöfnun er fyrst og fremst til þess að þjónusta viðskiptavini betur og aðlaga og bæta upplifun þeirra af þjónustu Matarkompaní.

Matarkompaní vinnur með tölvupóstfang, sem einstaklingur hefur skráð og samþykkt notkun á fyrirfram, í útsendingum á markpósti til einstaklinga á póstlista félagsins. Enn fremur getur einstaklingur skráð upplýsingar eins og t.d. nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og kyn. Þá er óskað eftir samþykki hans til þess að vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu Matarkompaní í því skyni að stunda markaðssetningu á vörum og þjónustu Matarkompaní. Þessi vinnsla byggir á samþykki og er einstaklingi alltaf heimilt hvenær sem er að afturkalla samþykki sitt og afskrá sig af póstlista félagsins með því að ýta á þar til gerðan hlekk í markpóstum, senda póst á netfangið info@matarkompani.is eða hafa samband við þjónustuver Matarkompaní í síma 626-6400..

Vefsvæði Matarkompaní vista vefkökur í tölvu eða á snjalltæki þínu. Vefkökur eru litlar textaskrár sem geyma upplýsingar til að greina notkun á vefsvæðum Matarkompaní og bæta upplifun notenda. Vefkökur eru einnig notaðar til að sníða vefsvæðið að þínum þörfum, t.d. til að stuðla að virkni síðunnar, vista stillingar þínar, vinna tölfræðilegar upplýsingar, greina umferð um vefsvæðin og í markaðslegum tilgangi.

Þegar þú heimsækir vefsvæði Matarkompaní gefst þér möguleiki á að hafna að öllu leyti, notkun á vefkökum. Vakin er einnig athygli á því að hægt er að breyta stillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti vefkökum, sem og að fjarlægja vefkökur.

Ef einstaklingur sendir inn ábendingu eða kvörtun mun Matarkompaní almennt vinna með samskiptaupplýsingar hans, s.s. nafn og netfang, og efni þeirrar kvörtunar eða ábendingar sem hann hefur kosið að koma á framfæri.

Matarkompaní deilir upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með fyrirtækinu við gæða- og markaðsstarf. Matarkompaní afhendir vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi. Gerður er samningur við slíka vinnsluaðila, þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um einstaklinga öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

Allir vinnsluaðilar Matarkompaní og samstarfsaðilar hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Matarkompaní tryggir þannig vernd persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglur um persónuvernd eins og þau eru á hverjum tíma, þ.á m. með mótun öryggisstefnu um meðferð og öryggi persónuupplýsinga og setningu öryggis- og verklagsreglna eins og krafist er í persónuverndarlögum.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Matarkompaní trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Matarkompaní leigir aldrei eða selur persónuupplýsingar um viðskiptavini.