Fyrirtækjaþjónusta

Hjá okkur færðu gómsætan og næringarríkan mat úr ferskasta hráefni sem völ er á, á hverjum degi. Markmið okkar er að bjóða upp á vel samsetta máltið sem gefur holla og góða næringu sem þú getur hlakkað til að snæða.

Við notum fyrsta flokks kjöt ásamt besta fáanlega grænmeti og ávöxtum. Fiskurinn okkar er ávallt ferskasti fiskur dagsins, nýveiddur og bragðgóður.

Þú getur valið um fiskrétt, kjötrétt, súpu og vegan rétt, ásamt fjölbreyttu salatúrvali. Við leggjum okkur fram við að koma til móts við hverskonar sérþarfir, óþol og matarofnæmi.

Þú pantar með sólarhringsfyrirvara á vefsíðunni okkar og við keyrum matinn til fyrirtækja á bilinu 11:30 til 12:00.

Hafðu samband og leyfðu okkur að breyta hádegismatnum í uppáhaldstíma dagsins.

Hafðu samband

“Við viljum skila þökkum til kokksins en maturinn var rosalega góður og allir mjög sáttir.”

Rekstrarfélag 10-11

“Ég vinn fyrir fyrirtæki sem er hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í mataráskrift. Þegar við höfum pantað hjá ykkur mat í hádeginu þá opnuðust dyri að himnaríki, frábær matur, frábær þjónusta og ég held ég sé með matarást á kokkinum ykkar”

Allianz á Íslandi

“Fæ háegismat í vinnuna hjá ykkur og það er bara veisla á hverjum degi (og stórir skammtar), gæti ekki verið sáttari”

Tengi