Fullt hús matar

Matarkompaní er fullt hús fagmanna sem sérhæfir sig í hádegismat fyrir vinnustaði og veisluþjónustu við öll möguleg tilefni. Hvort sem það eru heiðarlegir hamborgarar í hádegismat eða dýrindis kræsingar að kvöldlagi kemurðu aldrei að tómum matarkofanum hjá okkur.

Kynntu þér úrval veislurétta

VEFVERSLUN (í vinnslu)

ÞÚ ÁTT AÐ HLAKKA TIL AÐ
BORÐA HÁDEGISMATINN!

Matarkompaníið býður upp á gómsætan, næringarríkan og vel samsettan hádegismat úr ferskasta hráefni sem völ er á, á hverjum degi.

Þitt er valið: kjöt, fiskur, vegan, súpa eða salat dagsins.

Um Okkur

Matarkompaní er alhliða veitingaþjónusta sem býður upp á hádegismat fyrir vinnustaði og veisluþjónustu fyrir allar stærðir og gerðir; frá skírnum og brúðkaupum til brönsa og jarðarfara, allt frá nettum fjölskylduboðum upp í árshátíðir stofnana og stórfyrirtækja. 

Tilefnið skiptir ekki máli, ef þú blæst til veislu, græjum við veitingar við hæfi. Við erum með tilbúna matseðla og pakka fyrir brúðkaup, fermingarveislur, jólahlaðborð, útskriftarveislur, smáréttafans, grillpartíið, villibráðarveisluna, og helgarbrunchinn. En svo viljum við endilega bara heyra í þér og skoða í sameiningu hvað hentar þínum selskap.

við gerum tilboð í þína veislu

Hægt að dreifa greiðslum á fermingarmatseðlum með Netgíró
Hægt að dreifa greiðslum á fermingarmatseðlum með Netgíró